A landslið karla er komið til Düsseldorf í Þýskalandi og undirbúningur fyrir 500. leik liðsins frá upphafi er kominn á fullt, leik gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á fimmtudag.
Leikurinn á fimmtudag fer fram á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg.
Í tilefni þess að um 500 leik íslenska landsliðsins er að ræða hefur KSÍ látið Puma hanna jakka fyrir leikinn, jakkinn er sérmektur og mun almenningur geta fest kaup á honum innan tíðar.
Leikurinn við Þjóðverja er fyrsti leikur íslenska liðsins af þremur í þessari mars útileikjatörn, en liðið mætir Armeníu 28. mars og Liectenstein 31. mars.
5⃣0⃣0⃣ Leikur Íslands og Þýskalands á fimmtudag verður leikur númer 500 hjá A karla.
🔥 Í tilefni þessara tímamóta mun liðið klæðast sérmerktum jakka, sem mun síðar fara í sölu hjá https://t.co/QljFuHgweM.#fyririsland pic.twitter.com/3wAQ7uKOA6
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021