Leikmönnum og þjálfarateymi Atletico Madrid var mjög brugðið á æfingu liðsins í dag er Moussa Dembele, leikmaður liðsins féll til jarðar og lá hreyfingarlaus í grasinu.
Dembele var að fara í gegnum teygjuæfingar þegar að hann féll aftur fyrir sig og lá hreyfingarlaus á grasinu.
Liðsfélagar Dembele hlupu í áttina að honum og kölluðu eftir hjálp læknateymis félagsins.
Betur fór en á horfðist á endanum. Dembele, rankaði við sér á og gat yfirgefið æfingarsvæðið án aðstoðar.
Talið er að lágur blóðþrýstingur hafi valdið því að Dembele féll í yfirlið.
Leikmaðurinn er á láni hjá Atletico Madrid frá franska liðinu Lyon.