fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Lítið um svindlara í hópi íslenska liðsins – Stefán á von á slagsmálum gegn Rússum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 13:12

Stefán Teitur Þórðarson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er raunhæft að fara áfram, algjörlega. Þessi riðill er mjög sterkur, Danmörk og Frakkar eru með mjög öflug lið og Rússland líka þar sem flestir eru í efstu deild þar í landi,“ sagði Stefán Teitur Þórðarson leikmaður U21 árs liðs Íslands við fjölmiðla í dag.

Íslenska liðið hefur hafið undirbúning fyrir lokamót EM að fullum krafi en liðið hefur leik á fimmtudag gegn Rússlandi, síðan taka við leikir við Frakkland og Danmörk.

Stefán á von á mikilli baráttu gegn Rússum sem eru þekktir fyrir að gefa ekki tommu eftir. „Sem lið eru þeir mjög vel skipulagðir, mikill agi í því sem þeir gera. Þeir fengu fjögur mörk á sig í undankeppninni, þeir skora mikið úr föstum leikatriðum eins og við sjálfir. Ég held að þetta varði slagsmál, svo ræðst þetta á föstum leikatriðum hugsa ég.“

Stefán Teitur gekk í raðir Silkeborg síðasta sumar eftir góða spretti með ÍA, hann hefur staðið sig vel í Danmörku en liðið berst um að komast upp í efstu deild. „Þetta er búið að vera mjög gott, við erum búnir að spila sex leiki og vinna sex eftir áramót. Patrik (Gunnarsson, markvörður) er búinn að standa sig mjög vel, við erum búnir að vera á góðu róli og förum þannig inn í þessa úrslitakeppni

Patrik Sigurður sem er með Stefáni í U21 árs liðsins kom á láni til félagsins í upphafi þess árs. „Hann kemur með mikla ró, hann hefur hjálpað okkur mikið. Við keyrum saman á allar æfingar, búum hlið við hlið nánast. Það hjálpar að tala íslensku og svona.“

Stefán telur sig hafa bætt leik sinn eftir að hafa yfirgefið ÍA og farið til Danmerkur. „„Mér finnst ég vera búin að taka mörg skref fram á við. Maður getur vonandi tekið fleiri skref á þessu móti hérna.“

Stefán var spurður að því hvort svindlarar væru í hópi íslenska liðsins þegar kemur að æfingum eða í spilum utan vallar. „Það er góð spurning, það er enginn sem svindlar í spilum. Það eru nokkrir sem svindla í reit á æfingum.“

„Menn eru bara að hafa gaman, menn að djóka á milli sín. Halda mönnum á tánum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Í gær

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Í gær

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum