fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Lars Lagerback um tölfræði Íslands án Gylfa: „Það hljómar ekki vel“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 13:52

Aron og Gylfi í Frakklandi árið 2016. Getty IMages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback er mættur aftur til starfa hjá Íslandi en þessi 72 ára gamli Svíi er nú í öðru hlutverki en áður. Lagerback var þjálfari Íslands frá 2011 til 2016 en lét af störfum eftir magnaðan árangur á Evrópumótinu í Frakklandi.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen lögðu mikla áherslu á það að fá Lagerback inn í teymi sitt þegar þeir tóku við í desember. Eftir nokkra fundi var Lagerback klár í slaginn og hann er nú með íslenska landsliðinu í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur leik í undankeppni HM á fimmtudag en liðið leikur þrjá leiki í þessari törn, eftir leikinn við Þýskaland taka við leikir gegn Armeníu og Liechtenstein.

Ítarlegt viðtal við Lagerback birtist á vefnum í kvöld.

Fram kom á sunnudag að Gylfi Þór Sigurðsson hefði dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum, ástæðan er sú að eiginkona hans á von á þeirra fyrsta barni innan tíðar. Blóðtakan fyrir Ísland er gríðarleg enda Gylfi verið yfirburðar besti leikmaður liðsins í mörg ár. Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu bendir á magnaða staðreynd um Gylfa og hans mikilvægi í íslenska landsliðinu.

Þar kemur meðal annars fram að Gylfi Þór hafi misst af einum leik af síðustu 52 í undankeppni EM eða HM. Um er að ræða leiki frá árinu 2021 þegar bestu ár Íslands í fótbolta voru að hefjast.

Að auki hefur Gylfi misst af fimm leikjum í Þjóðadeildinni síðustu rúmu tvö ár. Árangur Íslands á Gylfa er vægast sagt slakur en í heildina hefur Gylfi misst af sex leikjum og Ísland hefur tapað þeim öllum. „Ég vissi það reyndar ekki, það hljómar ekki vel,“ sagði Lagerback í viðtali við 433.is í dag en ítarlegt viðtal við Lagerback birtist í kvöld.

Lagerback segir að liðið muni án nokkurs vafa sakna Gylfa en það þurfi að finna lausnir í fjarveru hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að laga það. Gylfi er í mínum augum einn af þeim bestu þegar þú horfir á miðjumann sem getur spilað í báðar áttir. Hann getur varist og sótt, hann er með frábæran hægri fót og leggur mikið á sig fyrir liðið.“

„Þú saknar hans alltaf ef hann er ekki, við verðum að einbeita okkur að þeim sem eru hérna og þeir verða að fylla í hans skarð,“ sagði Lagerback.

Ítarlegt viðtal við Lagerback birtist á vefnum í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður

Staðfestir að hann vilji komast á sitt síðasta HM – Tilbúinn að spila allar stöður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“

Segir Arsenal að gleyma hugmyndinni – ,,Það er ekki séns“
433Sport
Í gær

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“

Yfirgaf eiginkonuna fyrir ‘graðan’ strippara: Sér ekki eftir neinu – ,,Ég varð háður henni“
433Sport
Í gær

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi

England: Salah með tvennu gegn Bournemouth – Moyes óstöðvandi
433Sport
Í gær

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum

Ísland vann stórsigur á nágrönnunum