Andrea Pirlo leikmaður Juventus þarf að bjarga starfi sínu í næsta leik, forráðamenn Juventus eru að gefast upp en Pirlo er á sínu fyrsta tímabili í starfi.
Juventus sem verið hefur í áskrift af sigri í Seriu A hefur ekki spilað vel í vetur. Juventus tapaði um helgina gegn Benevento sem berst fyrir lífi sínu.
Juventus er tíu stigum á eftir Inter sem situr á toppi deildarinnar en ekkert hefur gengið Pirlo á sínu fyrsta tímabili.
Í Tutosport er fjallað um starf Pirlo og þar segir að hann fái tækifæri til að bjarga starfinu gegn Torino í næstu umferð, ef illa fer þar er líklegt að Pirlo missi starfið.
Juventus er úr leik í Meistaradeildinni en grannslagurinn til Torino er tækifæri Pirlo til að snúa við genginu.