fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Innsýn í samstarf Arnars og Eiðs Smára – „Við erum eins og gömul hjón“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. mars 2021 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins var gestur í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut á dögunum.

Í þættinum var farið yfir víðan völl en meðal þess sem rætt var um er samstarf Eiðs Smára og Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara Íslands.

Arnar og Eiður spiluðu saman sem leikmenn, mynduðu síðan seinna meir þjálfarateymi u-21 árs landsliðs Íslands og eru nú í brúnni hjá A-landsliði karla. Þeir eiga sér því mikla sögu saman.

„Við erum eins og gömul hjón. Það er mjög skemmtilegt að Arnar er málglaður og með sínar hugmyndir. Hann er frekar kassalaga á meðan að ég er frekar hringlaga.“

„Ég á það til að fara út og suður og er ekki alveg svona eins mikið Excel-skjal og hann, það er kannski þess vegna sem samstarfið virkar svo vel. Við komum okkur alltaf saman og finnum lausnina,“ segir Eiður um samstarf sitt og Arnars.

Hlutverk Eiðs Smára og Arnars í þeirra samvinnu eru skýr.

„Við erum oftast þrír, ég, Arnar og síðan er Halldór Björnsson með okkur. Yfirleitt er það þannig þegar að við undirbúum okkur fyrir leiki að ég sit í mínu horni, yfirleitt heima hjá mér og Arnar í sínu horni. Halldór horfir á sama leikinn og síðan komum við þrír saman og þá förum við að skera niður og finna partana sem við viljum sýna og undirbúa liðið fyrir.

„Við undirbúum okkur allir í sitthvoru horninu, komum saman og fínpússum þetta.“

Eiður og Arnar eru farnir í sitt fyrsta landsliðsverkefni sem þjálfarateymi með íslenska karlalandsliðinu. Landsliðshópurinn er að miklu leyti skipaður leikmönnum sem Eiður spilaði með á sínum tíma í landsliðinu.

Hann segir að það eitt og sér muni ekki breyta því hvernig hann er gagnvart leikmönnunum en þeir muni þó sjá að hugsun hans sem þjálfari er önnur en þegar hann var leikmaður.

„Þeir munu finna að ég er með allt aðra hugsun, nú er ég með þjálfarahugsun. Ég held líka að það komi inn að ég var ‘gamli karlinn’ í hópnum þegar ég var að spila með þeim.“

GettyImages

Eiður gefur til kynna að þeir Arnar muni ekki koma með neinar stórvægilegar breytingar í sínum störfum hjá A-landsliði karla. Gildin verði alltaf þau sömu.

„Við erum með okkar hugmyndir og munum koma með þær inn í A-landsliðið. Það er ekkert mikið að breyta, gildin eru alltaf þau sömu. Ef að við erum vinnusamari en aðrir, erum með samheldnina sem við höfum alltaf verið með og gleymum ekki hvað einkennir okkur sem Íslendinga og íslenska þjóð, ef við komum því saman þá er í raun allt alveg eins.“

Fyrsti landsleikur Arnars og Eiðs Smára með íslenska karlalandsliðið fer fram á fimmtudaginn. Það er leikur gegn Þjóðverjum í Þýskalandi, þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM.

„Við förum bara beint í djúpu laugina en við höfum átt fundi við leikmenn í gegnum Teams. Svo munum við bara keyra í gegn hvað við viljum sjá sem strúktúr í liðinu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Viðtalið við Eið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United staðfestir að byggja eigi 100 þúsund manna völl – Svona verður hann

Manchester United staðfestir að byggja eigi 100 þúsund manna völl – Svona verður hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bellingham á blaði Chelsea fyrir sumarið

Bellingham á blaði Chelsea fyrir sumarið