Tölfræðisíðan Squawka Football, varpa ljósi á skemmtilegar staðreyndir er tengjast Robert Lewandowski, framherja Bayern Munchen og eldsumbrota á Íslandi.
Þessa tengingu er hægt að rekja aftur til ársins 2010. Lewandowski var þá leikmaður Lech Poznan í Póllandi og var eftirsóttur af enska liðinu Blackburn Rovers.
Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 kom hins vegar í veg fyrir að Lewandowski gæti flogið til Englands frá Póllandi til þess að kynna sér aðstæður hjá enska félaginu þar sem að lokað var á flugumferð.
„Ég gat ekki flogið til Blackburn vegna eldgossins en ég vildi fara þangað til þess að sjá hvernig aðstaðan var hjá félaginu. Eg ég hefði geta farið þangað séð félagið, völlinn og allt í kringum það hefði Blackburn jafnvel geta orðið mitt fyrsta val,“ sagði Lewandowski í viðtali árið 2017.
Lewandowski hélt til Dortmund og seinna meir til Bayern Munchen og hefur verið einn heitasti framherji í knattspyrnuheiminum undanfarin ár og ljóst að Blackburn missti þar með af góðum bita.
Squawka football bendir síðan á það á Twitter að eldgosið í Fagradalsfjalli hafi hafist og Lewandowski hafi skorað sitt 269 mark í þýsku úrvalsdeildinnni og orðið næst markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar.
2010: A volcano erupts in Iceland and subsequently prevents Robert Lewandowski joining Blackburn under Sam Allardyce.
2021: A volcano erupts in Iceland and Robert Lewandowski scores his 269th Bundesliga goal, becoming second top scorer in the league’s history.
Sliding doors… pic.twitter.com/Crby0fqWzK
— Squawka Football (@Squawka) March 20, 2021