Tottenham er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea sem situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar liðið hefur leikið 29 leiki, liðið er í dauðafæri á að ná Meistaradeildarsæti í ár.
Carlos Vinicius skoraði fyrra mark leiksins en það kom í fyrri hálfleik, Dele Alli og Gareth Bale voru ónotaðir varamenn Spurs í leiknum.
Tottenham situr í sjötta sæti deildarinnar og er liðið með 48 stig og er þremur stigum á eftir Chelsea.
Harry Kane tryggði 2-0 sigur í kvöld með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en spyrnuna hafði hann fiskað sjálfur.
Tottenham tapaði í síðustu umferð deildarinnar gegn Arsenal og fékk skell í Evrópudeildinni í vikunni, liðið svaraði hins vegar fyrir sig á góðan hátt í kvöld.