Cristiano Ronaldo virðist ekki vera á förum frá ítalska félaginu Juventus ef marka má orð Fabio Paratici, yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ronaldo hjá félaginu en Paratici blæs á þær sögusagnir.
„Við höfum ákveðið að halda Cristiano Ronaldo hjá okkur. Hann er besti leikmaður í heimi og hann verður um kyrrt hjá okkur,“ sagði Fabio Paratici í viðtali.
Ronaldo gekk til liðs Juventus frá Real Madrid sumarið 2018. Síðan þá hefur hann leikið 123 leiki fyrir félagið, skorað 95 mörk og gefið 22 stoðsendingar.
Juventus director Fabio Paratici to Sky Sport: “We’ve decided to keep Cristiano Ronaldo. He’s the best player in the world and he’ll stay with us”. 🇵🇹 #Juventus
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2021