Newcastle United tapaði í gær 3-0 á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið gott. Liðið situr í 17. sæti tveimur stigum frá fallsæti þegar liðnar eru 29 umferðir.
Ósáttir stuðningsmenn liðsins, létu í sér heyra fyrir utan St James’ Park og höfðu meðferðis borða sem beindist gegn Steve Bruce, knattspyrnustjóra Newcastle.
Á öðrum borðanum var mynd af andliti Steve Bruce og fyrir neðan stóð „gunga“. Á hinum borðanu voru skilaboðin skýr, „Þú ert ekki einn af okkur, farðu núna.“
Newcastle hefur aðeins unnið tvo af síðustu átján leikjum sínum.