Erkifjendurnir í Celtic og Rangers, mættust í 32. umferð skosku úrvalsdeildarinnar í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Rangers var búið að tryggja sér skoska meistaratitilinn fyrir leikinn.
Mohamed Elyounoussi kom Celtic yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Odsonne Edouard.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 38. mínútu þegar að Alfredo Morelos jafnaði leikinn fyrir Rangers með marki á 38. mínútu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Rangers er öruggt með fyrsta sæti deildarinnar en freistar þess að komast taplaust í gegnum tímabilið. Liðið situr í efsta sætinu með 89 stig.
Celtic er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 69 stig.
Celtic 1 – 1 Rangers
1-0 Mohamed Elyounoussi (’23)
1-1 Alfredo Morelos (’38)