Erling Braut Haaland framherji Bourssia Dortmund var allt annað en sáttur eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Köln um helgina. Haaland gerði sitt og skoraði tvö mörk í leiknum en það sama verður ekki sagt um samherja hans.
Haaland hefur verið í mögnuðu formi í rúmt ár hjá Dortmund og virðist ekkert geta stoppað framherjann frá Noregi.
Þegar flautað var til leiksloka sauð á Haaland, hann kastaði treyju sinni í leikmann Köln og rauk sig af vellinum. Það var reiði í andliti norska framherjans.
Haaland didn't look happy after the full time whistle 👀 pic.twitter.com/xNz2mVrGLi
— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2021
Haaland var fljótur að setja inn færslu á Instagram eftir leik. „Ekki frábær úrslit, við notum þetta til að kveikja í okkur,“ sagði Haaland.
„Takk allir stuðningsmenn Dortmund fyrir að styðja áfram við bakið á okkur.“