Chelsea tók á móti Sheffield United í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Chelsea en leikið var á heimavelli liðsins, Stamford Bridge.
Chelsea komst yfir á 24. mínútu, þegar að Oliver Norwood, leikmaður Sheffield, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Það var ssíðan Hakim Ziyech sem innsiglaði 2-0 sigur Chelsea með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Chelsea er því komið áfram í undanúrslit keppninnar en Sheffield United er úr leik.