Dregið var í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í dag. Liðin sem voru í pottinum voru Southampton, Manchester City og Chelsea, síðan mun sigurvegarinn úr viðureign Manchester United og Leicester bætast við en sá leikur er í gangi.
Chelsea mætir Manchester City og þá mun sigurvegarinn úr leik Leicester City og Manchester United mæta Southampton
Báðir leikirnir eru spilaðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley í Lundúnum og fara fram 17 og 18 apríl næstkomandi.
Undanúrslit enska bikarsins (FA CUP):
Chelsea – Manchester City
Leicester City/Manchester United – Southampton