fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Danska úrvalsdeildin: Aron Elís var á skotskónum í sigri OB – Midtjylland saxar á forskot Bröndby

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 17:57

Aron Elís í leik með OB. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Hér verður farið yfir úrslitin í leikjum Íslendinganna.

Aron Elís Þrándarsson, var í byrjunarliði OB og skoraði fyrsta mark liðsins í 2-0 sigri gegn AaB en leikið var á heimavelli síðarnefnda liðsins Aalborg Portland Park. Sveinn Aron Guðjohnsen, kom inn á 89. mínútu í liði OB. Mark Arons kom á 14. mínútu eftir stoðsendingu frá Issam Jebali. Það var síðan Jebali sem innsiglaði 2-0 sigur OB með marki á 56. mínútu. OB er eftir leikinn í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og lék 65 mínútur í 5-0 stórsigri liðsins á Vejle. Midtjylland er í 2. sæti deildarinnar með 43 stig, tveimur stigum á eftir Bröndby.

Bröndby tapaði einmitt stigum í toppbaráttunni í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við AGF. Hjörtur Hermannsson, var í byrjunarliði Bröndby og Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF. Patrick Mortenson  kom AGF yfir með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu en Mikael Uhre jafnaði metin með marki á 36. mínútu. Bröndby situr í 1. sæti deildarinnar með 45 stig en AGF í því þriðja með 38 stig.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagður hafa hafnað nýju samningstilboði – Gæti þénað 147 milljarða

Sagður hafa hafnað nýju samningstilboði – Gæti þénað 147 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal frá í dágóðan tíma

Lykilmaður Arsenal frá í dágóðan tíma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Í gær

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Í gær

Þorsteinn segist ekki ætla í neinn feluleik

Þorsteinn segist ekki ætla í neinn feluleik
433Sport
Í gær

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið