AZ Alkmaar tók í dag á móti PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með sterkum 2-0 sigri AZ Alkmaar.
Albert Guðmundsson, var í byrjunarliði AZ Alkmaar og spilaði 66 mínútur í leiknum.
Jesper Karlsson kom AZ Alkmaar yfir með marki strax á 4. mínútu eftir stoðsendingu frá Owen Wijndal.
Það var síðan Teun Koopmeiners sem innsiglaði 2-0 sigur AZ Alkmaar með marki á 68. mínútu.
Sigurinn færir AZ Alkmaar nær PSV. Liðið situr í 3. sæti með sama stigafjölda og PSV sem situr í 2. sæti með 55 stig.