Stjarnan og Fylkir mættust í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í dag á Samsungvellinum. Fylkir byrjaði vel og á 17. mínútu skoraði Þórður Gunnar Hafþórsson og 15 mínútum seinna bætti Arnór Borg Guðjohnsen við öðru marki fyrir Fylki. Hilmar Árni Halldórsson minnkaði muninn á 45. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Stjarnan var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og tryggði sér 4-2 sigur með mörkum frá Þorsteini Má Ragnarssyni, 56. mínútu, Brynjari Gauta Guðjónssyni, 67. mínútu, og Kára Péturssyni á 86. mínútu.