Brighton komst yfir á 45. mínútu þegar Leandro Trossard skoraði. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 1-0. Á 51. mínútu skoraði Danny Welbeck annað mark Brighton með góðu skoti utan teigs. Á 68. mínútu bætti Neal Maupay þriðja markinu við og innsiglaði öruggan sigur Brighton.
Brighton er nú með 32 stig í fimmta neðsta sæti deildarinnar. Newcastle er með 28 stig í fjórða neðsta sæti, aðeins tveimur stigum fyrir ofan Fulham. WBA er þar fyrir neðan með 18 stig og Sheffield United er á botninum með 14 stig.