fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Romero farinn til Argentínu – Yfirgefur Manchester United væntanlega í sumar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 19:00

Sergio Romero. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Romero, markvörður Manchester United, er farinn til Argentínu á nýjan leik en hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Ole Gunnar Solskjær hvað varðar leiktíma. Romero var þó óvænt kallaður inn í liðið í síðasta mánuði en nú er hann kominn aftur heim til Argentínu þar sem hann var um jól og áramót og stóran hluta janúarmánaðar.

Eiginkona hans, Eliana Guercio, birti myndir af Romero á Instagram og skrifaði við þær: „Gettu hver er kominn?“ Hún leyfði fylgjendum sínum einnig að njóta myndbands af Romero að hoppa út í sundlaugina við heimili þeirra til að bjarga hundi upp úr.

Hún birti einnig myndir af hundunum að slást um athygli Romero og spurði: „Eru þeir hræddir um að hann fari? Þeir láta hann ekki vera.“

Sergio Romero. Mynd:Instagram/elianaguercio12

Samningur Romero við United rennur út í sumar og er gengið út frá því að hann yfirgefi liðið þá.

Fregnir hafa borist af því að United muni reyna að kaupa Emiliano Matrinez frá Aston Villa og losi sig við David de Gea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Talar um þennan sem ‘góðvin’ sinn í dag

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Talar um þennan sem ‘góðvin’ sinn í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað

Emery virðist staðfesta að Arsenal þurfi að horfa annað