Á 61. mínútu minnkaði Valur muninn í 3-1 þegar Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði og á 76. mínútu minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn í 3-2 og fimm mínútum síðar var staðan orðin 3-3 en þá skoraði Patrick Pedersen.
Á átttugustu mínútu misstu KR-ingar mann af velli þegar Hjalti Sigurðsson fékk rautt spjald og þurftu því að leika síðustu 10 mínúturnar einum manni færri. Patrick Pedersen var nærri því að tryggja Val sigur í venjulegum leiktíma en klúðraði upplögðu færi og því var gripið til vítaspyrnukeppni að venjulegum leiktíma loknum.
Jafnt var að venjulegum leiktíma loknum og því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Valur hafði betur. Allir skoruðu nema Emil Ásmundsson KR-ingur og því fer Valur áfram í undanúrslitin.