Sharif og félagar skelltu sér til Ibiza á kostnað Mahrez, keyptu sér rándýrt kampavín og versluðu í dýrum sérvöruverslunum. Hann var nýlega dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir þetta mánaðarlanga eyðslufyllerí á kostnað Mahrez. Sharif var á reynslulausn og voru eftirstöðvar hennar teknar með í dóminn.
Sharif notaði kort Mahrez í ágúst og september 2017. Fyrir dómi sagðist hann aðeins hafa notað um 5.000 pund af þeim 175.000 sem hann var ákærður fyrir að hafa notað. Restina sagði hann að félagar hans hefðu notað.