Ástæðan er að á Ítalíu nýtur Ronaldo sérstakra skattfríðinda en talið er að hann greiði aðeins sem nemur um 35 milljónum íslenskra króna í skatt þar árlega af árslaunum upp á um 6,2 milljarða króna.
Ef hann flytur sig aftur til Spánar myndu skattgreiðslur hans af því sem hann fær greitt fyrir auglýsingar og varning nema sem svarar til um þriggja milljarða íslenskra króna á ári. Þá eru skattar af launum hans ótaldir.