Bailly hefur leikið rúmlega 100 leiki fyrir United en telur nú að honum hafi verið sýnd vanvirðing og vill því ekki framlengja samning sinn en United er sagt ætla að bjóða honum 12 mánaða framlengingu.
Victor Lindelöf var tekinn fram fyrir Bailly fyrir leikinn á fimmtudaginn og það fer vægast sagt illa í Bailly sem hefur ekki verið mikið notaður það sem af er tímabili en hann hefur aðeins sjö sinnum verið í byrjunarliðinu. Hann hefur staðið í skugga Lindelöf sem hefur leikið við Maguire í vörninni.
Bailly er sagður hafa orðið sífellt ósáttari við þetta og að leikurinn á fimmtudaginn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn og hann sé á förum þegar samningur hans rennur út.