Junior Messias kom kom Crotone yfir á 32. mínútu og átta mínútum síðar bætti Simy öðru marki við úr víti. Staðan var 2-0 í hálfleik.
Andri Fannar kom inn á á 59. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Adama Soumaoro fyrir Bologna. Á sjötugustu mínútu jafnaði Jerdy Schouten leikinn eftir sendingu frá Musa Barrow. Andreas Skov Olsen skoraði síðan sigurmark Bologna á 84. mínútu.
Bologna er nú í tíunda sæti deildarinnar með 34 stig. Inter trónir á toppnum með 65 stig.