AC Milan tók á móti Manchester United í stórleik Evrópudeildarinnar í gær. Leikið var á San Siro í Mílanó en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Manchester United reyndist sterkari aðilinn í kvöld. Paul Pogba tryggði liðinu farseðilinn í 8-liða úrslit með eina marki leiksins á 49. mínútu. Manchester United fór því með 2-1 sigur af hólmi úr einvíginu.
Að leik loknum virtist Ole Gunnar Solskjær vera að hrósa Stefano Pioli og AC Milan. „Gott lið,“ sagði Solskjær við Pioli.
Þjálfari stórliðsins á Ítalíu var reiður og tók þessum orðum ekki vel, hann taldi Solskjær vera að gera lítið úr sér og liðinu.
„Gott lið þetta, þegiðu. Þú ert rasshaus og asni. Systir þín, gott lið. Systir þín,“ sagði Pioli á ítölsku þegar hann bölvaði og gekk í burtu.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Wow.
Ending of Milan-Manchester United:Solskjaer told to Pioli “good team”.
Possibly as sportsmanship.
But possibly Pioli took it as patronising, and replied in Italian:
“Good team this f**k, you as****e, donkey! your sister good team, your sister“
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) March 19, 2021