Gareth Bale er launahæsti leikmaður Tottenham þrátt fyrir að félagið borgi aðeins helming launa hans, Bale þénar í heildina 650 þúsund pund á viku en Real Madrid borgar helminginn af laununum.
Harry Kane sem er að flestra mati besti leikmaður Tottenham þénar 200 þúsund pund á viku, hann gæti farið fram á ríflega launahækkun í sumar ef hann á að vera áfram hjá félaginu.
Son Heung-Min sem hefur skarað fram úr síðustu ár þénar um 140 þúsund pund á viku samkvæmt enskum götublöðum. 25 milljónir á viku í laun er ansi gott en í heimi fótboltans er það ekkert sérstakt fyrir leikmann í gæðaflokki Son.
Tanguy Ndombele þénar sem dæmi meira en Son en leikmenn Tottenham þéna flestir ansi vel.
Tölur um þetta má sjá hér að neðan.