Búið er að draga í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar en Manchester United og Arsenal eru fulltrúar Englands á þessu stigi.
Manchester United heldur til Spánar og mætir Granada en síðari leikurinn fer fram á Old Trafford. Arsenal fær Slavia Prag í áhugaverðu einvígi
Mesta fjörið ætti að vera í einvígi Ajax og Roma sem ætti að vera jafnt og spennandi einvígi. Dinamo Zagreb sem skutlaði svo Tottenham úr leik í gær mætir Villarreal.
Í undanúrslitum mun Manchester United mæta Roma eða Ajax í undanúrslitum ef liðið vinnur Granada. Ef Arsenal vinnur Tékkana mætir liðið Dinamo Zagreb eða Villarreal.
Drátturinn:
Granada v Manchester United
Arsenal v Slavia Prague
Ajax v Roma
Dinamo Zagreb v Villarreal