Búið er að draga í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en leikirnir fara fram í fyrri hluta apríl. FC Bayern vann keppnina á síðustu leiktíð.
Manchester City mætir Borussia Dortmund í áhugaverðu einvígi. Erling Haaland sem raðað hefur inn mörkum fyrir Dortmund er á óskalista City.
Chelsea fékk dráttinn sem allir vildu fá en liðið mætir Porto sem er slakasta liðið sem eftir er í keppninni. FC Bayern mætir PSG í stærsta einvíginu. Þá er stórleikur þegar Liverpool og Real Madrid eigast við.
Í undanúrslitum mætaast svo FC Bayern eða PSG sigurvegaranum úr einvígi Manchester City og Dortmund. Sigurvegarinn úr einvígi Real Madrid og Liverpool fær svo Porto eða Chelsea.
Drátturinn:
Manchester City vs. Dortmund
Porto vs. Chelsea
FC Bayern vs. PSG
Real Madrid vs. Liverpool
Undanúrslit:
FC Bayern vs. PSG – Manchester City vs. Dortmund
Real Madrid vs. Liverpool – Porto vs. Chelsea