Lorenzo Insigne leikmaður Napoli í úrvalsdeildinni á Ítalíu er ekki hár í loftinu, hann er í raun agnarsmár miðað við fullorðinn karlmann.
Insigne sem er 29 ára gamall hefur leikið með Napoli alla sína ævi, hann er einn minnsti knattspyrnumaður í heimi. Insigne er 1,63 metrar á hæð.
Mynd af honum að kyssa unnustu sína fyrir leik hjá Napoli hefur vakið upp mikil viðbrögð, eiginkona hans er töluvert hærri en hann.
Darone Jenny sést þar beygja sig niður til að geta kysst eiginmann sinn og óskað honum góðs gengis fyrir leikinn.
Myndin sem vakið hefur mikla athygli má sjá hér að neðan.