Luke Shaw bakvörður Manchester United hefur heldur betur slegið í gegn á þessu tímabili, þegar flestir höfðu afskrifað Shaw hefur náð að sanna ágæti sitt.
Bakvörðurinn gekk í raðir Manchester United árið 2014 en þá hafði hann verið í HM hópi Englands um sumarið. Síðan þá hefur hann ekki tekið þátt í stórmóti.
Shaw var í fyrsta sinn í langan tíma valinn í hóp enska landsliðsins í dag. Um er að ræða síðasta hóp áður en Gareth Southgate velur lokahóp sinn fyrir Evrópumótið í sumar.
Tölfræði Shaw á tímabilinu er ansi áhugaverð en WhoScored tók saman mola um hana. Shaw hefur skapað 36 marktækifæri fyrir samherja sína.
Það eru fleiri marktækifæri en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skapaða fyrir samherja sína í deildarkeppnum á þessu tímabili.
🤯 Luke Shaw has created more goalscoring chances (36) than Leo Messi and Cristiano Ronaldo COMBINED (34) in Europe's top 5 leagues in 2021 pic.twitter.com/gOeqVaymW5
— WhoScored.com (@WhoScored) March 18, 2021