Leiknir hefur samið við sóknarmiðjumanninn Octavio Páez, hann kemur frá Venesúela og mun spila með liðinu í Pepsi-Max deildinni á komandi tímabili.
„Óhætt er að segja að spennandi verði að fylgjast með honum í Leiknistreyjunni,“ segir í tilkynningu frá Leikni.
Octavio hefur spilað í heimalandinu, á Spáni og einnig í Króatíu.
NÝR LEIKMAÐUR! 🇻🇪 #StoltBreiðholts
🎉🎉 VELKOMINN OCTAVIO!https://t.co/yi0aVOmbTV pic.twitter.com/teAklbS1jX
— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) March 18, 2021