Lögreglumaður hjá lögreglunni í Paris er til rannsóknar þar á bæ eftir að hafa deilt myndum úr húsi Angel Di Maria leikmanns PSG á samfélagsmiðla.
Brotist var inn á heimili Angel Di Maria í París um helgina þegar hann var að spila leik PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Vopnaðir menn ruddust inn á heimili fjölskyldunnar í París.
Samkvæmt frönskum fjölmiðlum var brotist inn í gegnum líkamsrækt fjölskyldunnar sem er á jarðhæð, þeir höfðu með sér verðmæti fyrir 80 milljónir íslenskra króna.
Þjófarnir fór upp með lyftu á aðra hæð hússins, kona hans og ung börn voru á fyrstu hæð hússins og náðu að fela sig þegar þjófarnir létu greipar sópa. Þeir tóku með sér úr, skartgripi og önnur verðmæti auk lykla sem geymdir voru í öryggisskáp fjölskyldunnar.
Lögreglmaður sem kom á vettvang myndaði vettvanginn í bak og fyrir og ákvað svo að birta myndir af honum á persónulegan samfélagsmiðil.
„Hann tók myndir af fjölksyldunni, herbergjum og fleira. Þetta setti hann allt á samfélagsmiðla,“ segir heimildarmaður franskra fjölmiðla.