Knattspyrnudeild Breiðablik hefur opinberað ársreikning sinn fyrir árið 2020. Hagnaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks á árinu 2020 nam kr. 13.471.955. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 120.021.479 og bókfært eigið fé í árslok 2020 er kr. 26.651.597. Eiginfjárhlutfall félagsins er 22%.
Tekjur knattspyrnudeildar Breiðabliks voru 445 milljónir á síðasta ári en rekstrargjöld félagsins voru 437 milljónir króna.
Sjá meira:
Tugmilljóna tap á Hlíðarenda en eiga um 100 milljónir í eigið fé
Fyrirframinnheimtar tekjur Breiðabliks eru 47 milljónir króna, í ársreikningum kemur fram að við gerð ársreikning hafi félagið skuldað 6.2 milljónir í laun og launatengd gjöld.
Breiðablik metur eign sína í leikmönnum á tæpar 16 milljónir króna en kostnaðurinn við þjálfara, leikmenn og yfirstjórn var 319 milljónir króna.
Í ársreikningum kemur fram að tekjur félagsins að félagaskiptum hafi verið 83 milljónir, er þar átt við leikmenn sem félagið seldi frá sér. Stærstur hluti af þeim tekjum er sala félagsins á Kristian Nökkva Hlynssyni, sem var 16 ára þegar hann gekk í raðir Ajax á síðasta ári.
Ársreikning Breiðabliks má sjá hérna.