Þýska knattspyrnusambandið, sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá þeirri ákvörðun að leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni, megi ferðast til Þýskalands og spila í komandi landsleikjahléi.
Það þýðir að Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson, geta allir ferðast til Þýskalands og verið í leikmannahópi íslenska landsliðsins í leiknum gegn Þýskalandi í undankeppni EM sem fer fram eftir viku.
Óvissa hafði ríkt um það til þessa hvort að leikmennirnir gætu spilað þennan fyrsta og mikilvæga leik íslenska landsliðsins í undankeppninni.
Ekki er víst hvort ferðaheimildin gildi einnig um neðri deildir Englands en aðeins var minnst á ensku úrvalsdeildina í tilkynningu þýska knattspyrnusambandsins. Þá er ekki ljóst hvort Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Millwall í ensku b-deildinni, sé með heimild til þess að ferðast til Þýskalands.
Leikmenn þurfa að skila neikvæðu PCR prófi sem má ekki vera eldra en 24 klukkustunda gamalt og vera í svokallaðri „vinnusóttkví“ til þess að mega ferðast til Þýskalands.