Ekkert bólar á því að Manchester City ræði nýjan samning við Kun Aguero, framherjinn knái hefur misst mikið út á þessu tímabili vegna meiðsla.
Þessi 32 ára gamli framherji hefur aðeins byrjað fimm leiki á tímabilinu en hann hefur í heildina skorað þrjú mörk. Fyrsta mark hans í deildinni kom um síðustu helgi gegn Fulham.
Samningur Aguero við City rennur út í sumar og getur hann farið að skoða aðra kosti, ensk blöð segja að hann vilji vera áfram á Englandi.
Í fréttum kemur fram að Thomas Tuchel stjóri Chelsea hafi áhuga á að sækja Aguero og framherjinn er sagður horfa til þess.
Aguero hefur verið í tíu ár hjá Manchester City og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.