fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Evrópudeildin: Paul Pogba hetja Manchester United gegn AC Milan – Unai Emery kominn með Villarreal í 8-liða úrslit

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 21:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með fjórum leikjum. Manchester United er komið áfram í 8-liða úrslit eftir sigur á AC Milan og Unai Emery, knattspyrnustjóri Villarreal gæti mætt sínum gömlu lærisveinum í Arsenal í 8-liða úrslitum. Lestu allt um úrslit kvöldsins hér fyrir neðan.

AC Milan tók á móti Manchester United í stórleik kvöldsins. Leikið var á San Siro í Mílanó en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Manchester United reyndist sterkari aðilinn í kvöld. Paul Pogba tryggði liðinu farseðilinn í 8-liða úrslit með eina marki leiksins á 49. mínútu. Manchester United fór því með 2-1 sigur af hólmi úr einvíginu.

Á Estadio de la Cerámica í Villarreal tóku heimamenn á móti Dynamo Kyiv. Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri Villarreal en það sama var upp á teningnum í kvöld. Mörk frá Gerard Moreno á 13. og 36. mínútu tryggðu heimamönnum samanlagðan 4-0 sigur í einvíginu og sæti í 8-liða úrslitum.

Young Boys tók á móti hollenska liðinu Ajax á Stadion Wankdorf í Bern. Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Ajax en leikur kvöldsins endaði með 2-0 sigri Ajax eftir mörk frá Neres og Dusan Tadic á 21. og 49. mínútu. Ajax því komið áfram í næstu umferð með samanlagðan 5-0 sigur úr einvíginu.

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers tóku á móti Slavía Prag á Ibrox vellinum í Glasgow. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en Slavia Prag reyndist sterkari aðilinn í kvöld. Mörk frá Olayinka og Stanciu á 14. og 74. mínútu tryggðu liðinu samanlagðan 3-1 sigur í einvíginu og sæti í 8-liða úrslitum. Rangers misst tvo menn af velli með rautt spjald í kvöld, Kemar Roofe var rekinn af velli á 62. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar fékk Leon Balogun reisupassann.

Dregið verður í 8-liða úrslit og undanúrslit á morgun. Liðin sem hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum: Ajax, Villarreal, Manchester United, Slavia Prag, Arsenal, Granada, Dinamo Zagreb og Roma.

Átta liða úrslit keppninnar fara fram þann 8. apríl og 15. apríl næstkomandi.

Young Boys 0 – 2 Ajax  (Samanlagt 5-0 sigur Ajax)
0-1 David Neres (’21)
0-2 Dusan Tadic (’49, víti)

Villarreal 2 – 0 Dynamo Kyiv (Samanlagt 4-0 sigur Villarreal)
1-0 Gerard Moreno (’13)
2-0 Gerard Moreno (’36)

Milan 0 – 1 Manchester United (Samanlagt 2-1 sigur Manchester United)
0-1 Paul Pogba (’49)

Rangers 0 – 2 Sparta Prag (Samanlagt 3-1 sigur Sparta Prag)
0-1 Peter Olayinka (’14)
0-2 Stanciu (’74)
Rautt Spjald: Kemar Roofe, Rangers (’62), Leon Balogun, Rangers (’73)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea losar tvo leikmenn í dag

Chelsea losar tvo leikmenn í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefnir tvo þjálfara sem var hundleiðinlegt að æfa undir

Nefnir tvo þjálfara sem var hundleiðinlegt að æfa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rashford er búinn í læknisskoðun

Rashford er búinn í læknisskoðun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Marmoush byrjar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið
433Sport
Í gær

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn