Atalanta og Real Madrid mættust í gær í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni í gær. Real Madrid sigraði leikinn 3-1 og vinna einvígið samanlagt 4-1. Þeir eru því komnir áfram í átta liða úrslit en það var mark Luis Muriel, framherja Atalanta, sem sló í gegn.
Þegar Muriel undirbjó sig til að taka spyrnuna röðuðu þrír af samherjum hans sér fyrir framan boltann. Þegar dómarinn flautaði tóku þeir á rás í átt að varnarvegg Real Madrid. Með þessu takmörkuðu þeir alveg útsýni veggsins, sem og markmannsins. Luis Muriel kom boltanum í netið og minnkaði muninn en það dugði ekki.
Markið má sjá hér.