Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Manchester City og Manchester United, segir að aðeins eitt lið geti stöðvað Manchester City í Meistaradeildinni. City, sem eru búnir að eiga frábært tímabil, eru búnir að vera nánast óstöðvandi í seinustu leikjum. Hargreaves vill meina að aðeins Bayern Munich geti sigrað þá.
Bayern unnu meistaradeildina í fyrra eftir sigur á PSG í úrslitaleiknum. Þeir eru með Robert Lewandowski sem var valinn besti leikmaður heims af FIFA og gæti hann gert gæfumuninn.
„Þetta er það Manchester City-lið sem hefur haft mesta möguleika á að vinna. Þeir eru með fjóra framherja og þétta vörn. Þeir hafa sigrað 21 af seinustu 22 leikjum og ég held að Guardiola sé með allt á hreinu,“ segir Hargreaves.
Hann segir þó að ef City eiga slæman leik eins og á móti Manchester United á dögunum, þá geti þeir einnig tapað á móti fleirum liðum. Að hans mati eins og staðan sé núna er liðið bara að spila það vel að enginn á möguleika nema Bayern