James Milner, miðjumaður Liverpool, hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni í 19 tímabil samfleytt. Hann hefur safnað upp 558 leikjum fyrir Liverpool, Manchester City, Aston Villa, Newcastle og Leeds.
Undir stjórn Jurgen Klopp hjá Liverpool hefur hann starfað sem „alt mulig mand“ og er þekktur fyrir að geta leyst af á flest öllum stöðum vallarins. Hann er ekki alltaf byrjunarliðsmaður og er oft fyrsti maðurinn af bekknum.
Hann hefur komið inn á sem varamaður 158 sinnum, sem er jöfnun á meti Peter Crouch. Skuli hann byrja á bekknum gegn Arsenal þann 4. apríl er mögulegt að hann slái met hans en samningur þessa 35 ára miðjumanns rennur út sumarið 2022 og því á hann nóg af leikjum eftir til að slá metið.
Milner er sá leikmaður sem spilar enn í dag sem leikið hefur flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann er 95 leikjum frá meti Gareth Barry sem náði að spila 653 leiki áður en hann lagði skónna á hilluna árið 2018. Milner þarf að spila að minnsta kosti til tímabilsins 2023/2024 til að bæta það met.