Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, verður með íslenska landsliðinu í komandi landsliðsverkefni. Hann verður í kringum liðið í leikjunum gegn Þýskalandi og Liechtenstein í undankeppni HM, en ekki í leiknum gegn Armeníu.
Lars kom nýverið inn í starfsteymið með Arnari Þór Viðarssynu og Eiði Smára Guðjohnsen sem tóku við starfinu eftir að Erik Hamren sagði upp störfum. Áður voru þeir félagar að þjálfa U-21 lið Íslands.
Leikirnir fara fram núna í lok mars. Fyrst mætum við Þýskalandi fimmtudaginn 25. mars í Duisburg, næst Armeníu sunnudaginn 28. mars í Yerevan og loks Liechtenstein miðvikudaginn 31. mars í Vaduz.