QPR tók á móti Millwall í ensku B-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-2 sigri QPR en leikið var á heimavelli liðsins í Lundúnum.
Jón Daði Böðvarsson kom inn á 77. mínútu í liði Millwall.
Millwall byrjaði leikinn af krafti og komst í stöðuna 2-0 með mörkum á 6. og 39. mínútu frá Jed Wallace og Mason Bennett.
QPR náði hins vegar að jafna leikinn með mörkum frá Charlie Austin og Stefan Johansen á 51. og 67. mínútu.
Sigurmark leiksins kom síðan undir lok leiks þegar að Jordy de Wijs, leikmaður QPR kom boltanum í netið á 86. mínútu og innsiglaði 3-2 sigur liðsins.
Millwall er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 49 stig. QPR situr í 12. sæti, einnig með 49 stig.