CSKA Moskva tók í kvöld á móti Zenit frá Pétursborg í rússnesku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Zenit en leikið var á VEB vellinum, heimavelli CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu og spilaði allan leikinn. Arnór Sigurðsson, var ónotaður varamaður í liði CSKA Moskvu.
Jose Salomon Rondon kom CSKA yfir með marki á 28. mínútu.
Á 32. mínútu jafnaði Artem Dzyuna, metin fyrir Zenit og Wendel kom gestunum síðan yfir með marki á 50. mínútu.
Wendel var síðan aftur á ferðinni á 77. mínútu er hann kom Zenti í stöðuna 3-1.
Á 90. mínútu minnkaði Nikola Vlasic muninn fyrir CSKA en nær komust heimamenn ekki.
CSKA er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 40 stig. Zenit situr í 1.sæti með 48 stig.
CSKA 2-3 Zenit
1-0 Jose Salomon Rondon (’28)
1-1 Artem Dzyuba (’32)
1-2 Wendel (’50)
1-3 Wendel (’77)
2-3 Nikola Vlasic (’90)