Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal vill Heimsmeistaramót verði spiluð á tveggja ára fresti í staðinn fyrir á fjögurra ára fresti og að Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hætti með öll önnur mót fyrir landslið.
Wenger er ekki hrifinn af Þjóðadeildinni og vill að hún verði lögð af. Þá vill hann einnig að bilið milli Evrópumóta verði tvö ár.
„Hendið út öllum öðrum keppnum. Fólk verður að skilja hvað sé í húfi og aðeins að fá þýðingarmikla leiki,“ sagði Arsene Wenger.
Wenger starfar nú fyrir FIFA og segir að fjögurra ára biðin milli stórmóta sé of löng fyrir leikmenn.
„Ef þið horfið á liðin sem taka þátt á Heimsmeistaramótinu þá er meðalaldurinn yfirleitt 27-28 ár. Sökum þess að mótið er einungis haldið á fjögurra ára fresti eru mjög fá tækifæri fyrir leikmenn til þess að vinna mótið oftar en einu sinni,“ sagði Arsene Wenger.