Knattspyrnudeild Vals var rekinn með nokkru tapi á síðasta ári, þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildar sem birtur er á vef félagsins. Þar kemur fram að tapið hafi verið 24,5 milljónir íslenskra króna á síðasta ári.
Karlalið félagsins var ekki í Evrópukeppni á síðasta ári og munar um slíkt, þá hafði COVID-19 áhrif á innkomuna.
Tekjur af miðasölu voru rúmar 10 milljónir á síðasta ári en, undir liðnum styrkir og auglýsingar lækkuðu tekjurnar um 26 milljónir. Árið 2019 var sú upphæð 178 milljónir en var árið 2020 152 milljónir.
Launakostnaður knattspyrnudeildar Vals var 197 milljónir á síðasta ári en árið áður greiddi félagið 234 milljónir í laun. 114 milljónir af launagreiðslum Vals í fyrra voru í formi verktakagreiðslna.
Valur keypti leikmenn fyrir tæpar 6 milljónir á síðasta ári en seldi leikmenn fyrir 1,8 milljón.
Ársreikning Vals má sjá í heild hérna.