Nýr búningur Liverpool fyrir næstu leiktíð virðist hafa lekið á netið en stuðningsmenn Liverpool á Íslandi deila mynd um slíkt.
Eins og venjulega hafa stuðningsmenn ansi sterka skoðun á því þegar nýr búningur félagsins er settur fram. Halli nokkur skrifar. „Rauði liturinn núna er of daufur númerið á rauða litnum er kóka-kóla rauður eða rauði liturinn i íslenska fánanum og rússneska ég mæli með sterkari rauðum lit fyrir sterkara lið þannig að þessi lofar góðu.“
Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi virðast flestir ansi ánægðir með treyjuna sem virðist vera fyrir næstu leiktíð.
„Fín þessi, eina slæma við allar þessar treyjur er helvítis verðið. Það er glórulaust að rukka menn 20 þús kall fyrir bol.,“ skrifar Rúnar Geir og bölvar verðlaginu.
Reynir Þór segir allt með merki Liveprool fallegt. „Eins og venjulega… allar treyjur merktar lfc = Gordjöss.“
Treyjuna góðu má sjá hér að neðan.