Forráðamenn PSG í Frakklandi hafa tekið ákvörðun um að kaupa öryggisgæslu sem vaktar heimili leikmanna félagsins, allan sólarhringinn. Ástæðan eru tíð innbrot á heimili þeirra.
Brotist var inn á heimili Angel Di Maria í París í fyrradag þegar hann var að spila leik PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Vopnaðir menn ruddust inn á heimili fjölskyldunnar í París.
Samkvæmt frönskum fjölmiðlum var brotist inn í gegnum líkamsrækt fjölskyldunnar sem er á jarðhæð, þeir höfðu með sér verðmæti fyrir 80 milljónir íslenskra króna.
Þjófarnir fór upp með lyftu á aðra hæð hússins, kona hans og ung börn voru á fyrstu hæð hússins og náðu að fela sig þegar þjófarnir létu greipar sópa. Þeir tóku með sér úr, skartgripi og önnur verðmæti auk lykla sem geymdir voru í öryggisskáp fjölskyldunnar.
Þetta sama kvöld var brotist inn á heimili í eigur Marquinhos, innbrotsþjófarnir töldu leikmanninn eiga heima þar. Hið rétta er að hann keypti heimilið fyrir foreldra sína.
Þá var brotist inn hjá Mauro Icardi á dögunum og óttast forráðamenn PSG að þetta haldi áfram, félagið hefur því ákveðið að heimili allra verði vöktuð allan sólarhringinn.