Eiður Smári Guðjohnsen er gestur í sjónvarpsþætti 433 sem hófst klukkan 21:30 á Hringbraut og á vefnum.
Eiður er að margra mati besti knattspyrnumaður í sögu Íslands, undir lok ferilsins benti fátt til þess að Eiður væri á leið út í þjálfun. Sjálfur talaði hann eins og ástríðan væri á öðru sviði en það hefur breyst.
Í rúm tvö ár hefur Eiður Smári starfað í þjálfun, hann var aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins sem fór í annað sinn í sögunni inn á Evrópumótið. Hann tók svo við FH síðasta sumar með Loga Ólafssyni og náði góðum árangri í Kaplakrika.
Eiður er í dag aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en þáttinn má sjá í heild hér að neðan.