fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 21:25

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmfríður Magnúsdóttir, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril. Hólmfríður tilkynnti um þessa ákvörðun sína á Facebook síðu sinni í kvöld.

„Eftir 20 ára feril í meistaraflokk hef ég tekið þá ákvörðun að taka af mér legghlífarnar og koma takkaskónum fyrir uppá hillu,“ segir í færslu Hólmfríðar.

Hólmfríður hóf meistaraflokksferil sinn með KR, þá aðeins 16 ára gömul. Hún hefur síðan þá spilað í Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Noregi.

Hólmfríður á að baki 113 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði hún 37 mörk í þeim leikjum. Hún hefur verið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins um árabil, tók þá í lokakeppni EM árin 2009, 2013 og 2017 og komst í sögubækurnar er hún skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti í leik gegn Frakklandi á EM árið 2009.

Þá á hún að baki 156 leiki í efstu deild á Íslandi þar sem hún vakti athygli fyrir mikla og góða markaskorun. Alls skoraði hún 121 mark í efstu deild á Íslandi.

„Mig langar til að þakka öllum liðsfélögum í gegnum ferilinn, öllum þjálfurunum sem ég hef haft og ýttu mér áfram í að ná árangri, öllum fyrirmyndunum mínum og þá sérstaklega Olgu Færseth sem var eins og mamma mín á vellinum, KSÍ fyrir landsliðsárin og ómetanlega hjálp bæði innan og utanvallar, fyrir öll góðu árin í KR og að lokum Selfossi fyrir að hafa kveikt neistann eftir barnsburð.“

„Að lokum langar mig að þakka fjölskyldunni minni og vinum fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum ferilinn og síðast en ekki síst stuðningsmönnum allra þeirra liða sem ég hef spilað fyrir. Héðan í frá spila ég leikinn úr stúkunni og held áfram að njóta lífsins í sveitinni án legghlífa,“ segir í tilkynningu Hólmfríðar sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Skórnir á hilluna

Eftir 20 ára feril í meistaraflokk hef ég tekið þá ákvörðun að taka af mér legghlífarnar og koma…

Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, March 16, 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar
433Sport
Í gær

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Í gær

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“