Zlatan Ibrahimovic er mættur aftur í sænska landsliðið eftir langa fjarveru. Zlatan er í sænska hópnum sem mætir Georgíu, Kósóvó og Eistlandi í undankeppni HM 2022.
Zlatan sem er 39 ára gamall hefur verið í frábæru formi með AC Milan á þessari leiktíð.
Zlatan lék síðast með sænska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. Zlatan vill taka þátt í Evrópumótinu í sumar og snýr því aftur.
„Endurkoma guðs,“ skrifar Zlatan í færslu á Twitter um endurkomu sína í landsliðið.
Zlatan á 116 landsleiki og skorað í þeim 62 mörk og er hann markahæsti leikmaður í sögu sænska landsliðsins.
The return of the God @svenskfotboll pic.twitter.com/hQThIdWRY0
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) March 16, 2021