Eigendur Liverpool í Fenway Sports Group, hafa samþykkt fjárfestingu upp á 540 milljónir punda í félaginu í samstarfi við RedBird Capital Partners.
Með þessu samstarfi verður körfuboltakappinn Lebron James, einn af meðeigendum Fenway Sports Group. Mirror greindi frá.
Lebron hefur átt hlutabréf í Liverpool síðan árið 2011. Þá var hlutur Lebron í félaginu metinn á um 4.7 milljónir punda, nú eru þau metin á rúmlega 37 milljónir punda, það jafngildir rúmlega 6.5 milljörðum íslenskra króna.
Eigendur Liverpool í Fenway Sports Group hafa átt í nánu samstarfi við Lebron í hartnær áratug.